Episodes

Friday Sep 23, 2022
Bann á Google Analytics og GTA6 myndbrotum lekið
Friday Sep 23, 2022
Friday Sep 23, 2022
Það er þéttur þáttur hjá okkur þetta skiptið. Tækniskólinn var hakkaður illa og flest allt nettengd datt í gólfið. Neytendastofa kallar eftir því að banna Google Analytics á Íslandi í kjölfarið úrskurða annarra Evrópulanda. The Verge endurhannar vefsíðu sína og það eru allir í Tæknivarpinu brjálaðir. Google Pixelbook vörulínan hefur verið fryst og ekki fleiri fartölvur í bígerð þar. The Verge dómar fyrir Apple þrennuna eru komnir út og þeir eru ekkert sérstakir. Apple kynnti ekki stærstu breytinguna á iPhone 14 á nýafstöðnum viðburði sínum: allt innvolsið hefur verið tekið í gegn og nú er mun auðveldara að gera við hann. En þetta á einungis við iPhone 14 (ekki Pro símana). Victrola gefur út plötuspilara sem getur streymt beint í Sonos-hljóðkerfi. Windows Explorer fær loksins flipa, 9 árum á eftir macOS og enn fleiri árum á eftir Ubuntu. Nvidia kynnti ný og dýr skjákort í vikunni: RTX 4090 og 4080. Logitech ætlar að koma með áhaldanlega skýjaleikjatölvu sem heitir því frábæra nafni G Cloud Gaming Handheld sem kemur í sölu þann 17. október.
Við fengum góðar spurningar af Twitter, meðal annars frá @icemandave2 og @kariarnar sem við svöruðum í þættinum.
Þessi þáttur er í boði Macland.is sem er að dæla út nýjum Apple þrennum, KFC sem býður upp á BOSS BACON máltíð og Origo sem býður upp á fyrirlestur í netöryggi þann 28. september næstkomandi sem er opinn öllum. Sjá fyrirlestur hér: https://www.facebook.com/events/840082753827663
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.