Episodes

Thursday Feb 03, 2022
302 Spotify í klandri vegna Joe Rogan
Thursday Feb 03, 2022
Thursday Feb 03, 2022
Íslenskir menntasprotar vekja athygli vestanhafs, en íslensku fyrirtækin Beedle og Mussila eru komin í hóp 200 efnilegustu sprota í menntatækni í heiminum. Spotify er í klandri vegna viðtals Joe Rogan við vísindamann sem gagnrýnir mRNA bóluefni. Alda Music var selt til Universal Music, sem þýðir að margar íslenskar tónlistarperlur eru nú í eigu erlendra aðila. Intel kynnir Alder Lake örgjörva sem hefur stundum betur en M1 Max örgjörvi Apple, en með smá fyrirvara. Svo keypti Gulli sér svo síma á Bland.
Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum.
Stjórnendur þáttarins í dag eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson.

Friday Jan 28, 2022
301 Persónuvernd og tækni + fréttir vikunnar
Friday Jan 28, 2022
Friday Jan 28, 2022
Gleðilegan alþjóðlegan Persónuverndardag! Í tilefni dagsins fáum við til okkar hana Vigdísi Evu Líndal frá Persónuvernd til að ræða persónuvernd í tækni. Að því loknu förum við yfir tæknifréttir vikunnar. Eru markaðshrun Netflix og Peleton vísar að stærra hruni eða gekk bara aðeins of vel? Intel er að reisa 20 milljarða dollara verksmiðjur í Ohio en til hvers? Samsung Unpacked lék eiginlega í heild sinni út og við fáum að sjá alla næstu síma Samsung áður en þeir eru kynntir. Samsung hefur aldrei gengið eins vel og sló hagnaðarmet sín. Cybertruck hefur opinberlega verið seinkað til 2023 og Áslaug systir Atla er vonsvikin.
Þessi þáttur er í boði Macland og Elko sem selja tækin sem við elskum.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Freyr.

Thursday Jan 20, 2022
300 Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES sýning
Thursday Jan 20, 2022
Thursday Jan 20, 2022
Þá er Tæknivarpið loksins komið í rútínu og við fáum fyrsta fréttaþáttinn. Orion Sentry er eitt fyrsta íslenska Mac appið í langan tíma og reynir að koma í veg fyrir þjófnað á tölvum. Fjarskiptastofa vinnur í því að gera háhraðanet á þjóðvegum að kröfu. Vivaldi vafrinn er nú í boði á Astro Slide 5G nördasímanum. Það var brotist inn í tölvukerfi Strætó og þau ákváðu að borga ekki lausnargjald fyrir gögnin. CS:GO úrvalsdeild RÍSÍ heitir núna Ljósleiðaradeildinn. CES sýningin var í byrjun árs og telja gárungar að þetta sé líklega sú besta í mjög langan tíma. Við förum yfir það helsta þaðan eins og 55” tölvuskjá frá Samsung, 42” OLED sem sló í gegn og Freestyle skjávarpa sem er hægt að skrúfa upp í ljós. Stærsta frétt vikunnar er svo kaup Microsoft á Activision Blizzard fyrirtækinu upp fyrir fáranlega háa upphæð.
Þessi þáttur er í boði Macland og Elko.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason

Sunday Jan 16, 2022
299 - Þáttur ársins 2021
Sunday Jan 16, 2022
Sunday Jan 16, 2022
Nú er loksins komið að því. Þáttur ársins er mættur, aðeins seinna en vanalega útaf sottlu. Þar fer næstum allur hópurinn bakvið Tæknivarpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spennandi í nýju tækni og tækjum á árinu sem var að líða.
Flokkarnir eru eftirfarandi:
- Græja ársins
- Sími ársins
- Kaup ársins
- Leikur ársins
- Farleikur ársins
- App/forrit ársins
- Kvikmynd ársins
- Sjónvarp ársins
- Hlaðvarp ársins
- Vonbrigði ársins
- Klúður ársins
- Stærsta tæknifrétt ársins
Við þökkum kærlega fyrir innsend svör hlustenda og árið sem var að líða 🙏🏻

Tuesday Dec 21, 2021
Tækniviðtal: Log4j með Guðmundi Sigmundssyni frá CERT-IS
Tuesday Dec 21, 2021
Tuesday Dec 21, 2021
Tæknivarpið fær til sín Guðmund Arnar Sigmundsson frá CERT-IS netöryggissveit Fjarskiptastofu. Við ræðum öryggisgallann í Log4j og áhrifin af honum.
Þessi þáttur er í Elko og Macland 🙏🏼
Stjórnandi er Atli Stefán Yngvason sem er að finna á Twitter.

Thursday Dec 09, 2021
297 Tómir rafbílar teppa götur í Noregi og ljótar Macbook Pro tölvur
Thursday Dec 09, 2021
Thursday Dec 09, 2021

Friday Dec 03, 2021
296 Break frá Fractal 5 og jólagjafir
Friday Dec 03, 2021
Friday Dec 03, 2021
Fractal 5 gaf út sitt fyrsta app á Slush nýsköpunarhátíðinni í vikunni: Break. Break er samfélagsmiðill sem ætlar að skipuleggja tækisfærishittinga fyrir fólk. Við rennum yfir jólabækling Elko og rekum augum í fótanuddtækið sem virðist aldrei ætla deyja. Nýja ríkisstjórnin ætlar að opna sína eigin streymisveitu til að miðla íslensku efni geymt hjá Kvikmyndamiðstöðinni. Er það sniðugt eða á bara að upphala þessu á YouTube? SpaceX er víst á leiðinni á hausinn samkvæmt Elon Musk sjálfum, nema allt starfsfólkið vinni langar vaktir um helgar til að bjarga því. Tesla kynnir fjórhjól fyrir börn sem heitir auðvitað Cyberquad. Meðstofnandi og forstjóri Twitter Jack Dorsey stígur til hliðar og hleypir nýjum að. Ætli það sé framtíð fyrir Twitter án Trump? Apple virðist hafa dregið úr framleiðslu á iPhone þetta árið en ekki er vitað hvort það sé vegna eftirspurnar eða framleiðslugetu.
Þessi þáttur er í boði Elko og Macland.
Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Daníel Ingólfsson

Thursday Nov 25, 2021
295 Rafræn skilríki fyrir klám
Thursday Nov 25, 2021
Thursday Nov 25, 2021
Á dögunum fór hátt í fjölmiðlum umræða um klámnotkun barna og hvort hægt væri að krefjast innskráningar með rafrænum skilríkjum til að skoða klám. Um þetta er fjallað í þætti dagsins og hvort þetta sé raunhæf leið og líkleg til árangurs. Einnig ræddu þáttastjórnendur um sölu innviða fjarskiptafyrirtækja, Svartan fössara í Elko, tískustrauma unga fólksins, Pixel 6a leka og ónothæfa Tesla bíla. Að síðustu var rætt um nýjasta snjalllásinn á heimilum þáttastjórnenda.
Þessi þáttur er í boði Elko og Macland.
Stjórnendur eru: Andri Valur, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson

Thursday Nov 18, 2021
294 Icelandverse, Tiro talgreinir og Spotify íhugar hljóðbækur
Thursday Nov 18, 2021
Thursday Nov 18, 2021
Íslandsstofa sló í gegn með Icelandverse markaðsaðgerðinni í síðustu viku og fór um víðan völl. En hvað fannst Mosa? Tiro er talgreinir sem skilur íslensku og virðist svínvirka. Apple svignar undan þrýstingi og opnar á tól sín fyrir viðgerðir einstaklinga, sem hafa verið fram að þessu einungis verið í boði fyrir vottuð verkstæði eins og Macland. Youtube ætlar að fela “dislike” teljarann en heldur áfram að taka á móti þeim og Atli klórar sér bara í hausnum. Spotify fikrar sig í önnur viðskiptatækifæri og kaupir fyrirtæki sem styður við hljóðbókagerð. Einnig þá er Spotify að rúlla út nýjum textafídus þannig þú getur raulað með uppáhaldslaginu þínu. Fujifilm bjó til fallega Instax myndavél og Atli er slefandi. Pixel 6 styður víst bara 22W hleðslu og nördar eru reiðir (en þeir misskildu víst).
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Mosi.
Þessi þáttur er í boði Elko, Macland og Bruggstofunar + Honkítonk BBQ.

Thursday Nov 11, 2021
293 Steam Deck leikjatölvunni seinkar og Pixel 6 Pro lentur
Thursday Nov 11, 2021
Thursday Nov 11, 2021
Mannvirkjaskrá kemst á netið og verður stafræn. Sýn fer í færsluhirðingu eða posaleigu. Húsasmiðjan bjó til app og er með einhverja útgáfu af “skannað & skundað”. Steam Deck leikjatölvunni hefur verið seinkað sem kemur ekkert sérlega á óvart. Microsoft býr til Chromebook “killer” til að komast inn í skólastofurnar í Bandaríkjunum. Næstu örgjörvar Apple halda áfram að leka. Elmar fjallar um sín fyrstu viðbrögð við Pixel 6 Pro símanum.
Þessi þáttur er í boði Elko, Macland, og Bruggstofunnar + Honkítonk BBQ. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni.
Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

