Episodes

Friday Nov 05, 2021
292 Hopp fær styrk, Facebook verður Meta og Airpods 3
Friday Nov 05, 2021
Friday Nov 05, 2021
Hopp fær styrk til að fara í útrás, Sýn skilar fínum afgangi, Gagnaveita Reykjavíkur heitir nú Ljósleiðarinn, Facebook fyrirtækið fer í ásýndarbreytingu, Netflix býður nú einnig upp á tölvuleiki, Gulli prófar Surface Laptop Go fartölvuna frá Mowo.is og við fjöllum um fyrstu prófanir Atla og Sverris á Apple Airpods 3.
Þessi þáttur af Tæknivarpinu er í boði Elko og Bruggstofunnar Honkítonk BBQ á Snorrabraut.
Stjórnendur eru: Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson.

Thursday Oct 28, 2021
291 Rafbílavæðing Íslands og framtíð orkuskipta
Thursday Oct 28, 2021
Thursday Oct 28, 2021
Við förum yfir tæknifréttir vikunnar og fáum góðan gest í þáttinn til að ræða rafbílavæðingu Íslands hann Kolbein Marteinsson (Linked-In).
Fyrsta íslenska frétt vikunnar er einmitt rafbílafrétt því Tesla opnaði í vikunni ofurhleðslustöðvar á Akureyri. HR var hakkað og krefst óprúttinn aðili lausnargjalds fyrir gögn sem hann heldur í gíslingu. En ætlar HR að borga lausnargjaldið?
Þagnarbindi tækniumfjallara rofnuðu og fyrstu umsagnir Macbook Pro fartölva og Airpods 3 fylltu Youtube strauminn hans Atla. Macbook Pro afköst virðast fara fram úr væntingum og hentar vel fyrir þau sem vinna við myndvinnslu og efnisframleiðslu.
Svo fáum við þáttarbrjótanda fréttir: Airpods 3 heyrnatólin eru komin í sölu á Elko.is!!
Þessi þáttur er í boði Bruggstofunnar Honkítonk BBQ og Elko. Hlustendur Tæknivarpsins eru með 10% afslátt af drykkjum hjá Bruggstofunni.
Stjórnendur eru: Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

Friday Oct 22, 2021
290 Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Friday Oct 22, 2021
Friday Oct 22, 2021
Apple og Google héldu bæði kynningu í vikunni og það er hátíð hjá okkur! Apple kynnti nýja liti fyrir Homepod mini, þannig hann virðist vera seljast eitthvað. Airpods 3 ný, endurhönnuð og með Spatial Audio á sama verði (179 USD). Tvær nýjar Macbook Pro tölvur: 14” og 16” með M1 Pro og M1 Max kubbasettum/örgjörvum. En hvaða raufar eru á þeim? Google hélt flotta kynningu og það eru tveir nýir Pixel símar: 6 og 6 Pro. Hvorn Pixel pantaði Elmar?
Þessi þáttur er í boði Elko og Bruggstofunnar.
Stjórnendur eru: Atli Stefán, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir og Marinó Fannar.

Friday Oct 15, 2021
289 Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur
Friday Oct 15, 2021
Friday Oct 15, 2021
289 Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur
Eru snjallperur besta inngangan í snjallheimilið? Eða eru það snjallofnarofar? Hvað eru tur og retur ofnar? Er eitthvað varið í ryksuguvélmenni? Eiga allir í Tæknivarpinu Dyson ryksugu? Hver er réttur fjöldi Dyson ryksuga til að eiga? N-1? Alexa, Google home eða Siri? Allt þetta með stofnanda Facebook hópsins honum Marinó Fannari.
Svo er Apple kynning 18. október og Atli fær að renna yfir orðróma: Macbook Pro, Airpods 3 og Mac mini (og kannski iMac Plus).
Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben, Sverrir Björgvinsson og Vöggur Mar.

Sunday Oct 10, 2021
288 Facebook í tómu tjóni og rafstrætó
Sunday Oct 10, 2021
Sunday Oct 10, 2021
Nýtt af íslensku sjónvarpi: Ófærð fer af stað 17. okt og Stella Blomkvist heillar Gulla. Reykjavík er stútfull af erlendum rafíþróttamönnum og Cloud9 fær að kíkja inn í eldfjall. Strætó ætlar að fjölga rafstrætisvögnum og það er víst allt tilbúið fyrir það. Facebook fór á hliðinna og þurfti að spenna upp gagnaver til að komast aftur í gang. Svo hefur Facebook uppljóstrarinn loksins komið fram og fór í viðtal hjá 60 mínútum. En hverju er verið að ljóstra upp? Twitch var illa hakkað en mjög viðkvæm gögn virðast ekki hafa farið víðar. Intel bjó til skammarlega lélega auglýsingu og fær það óþvegið í like/dislike á YouTube.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.
Kostendur eru Bruggstofan + Honkítonk BBQ, Elko og Arena gaming (þjóðarleikvangur Íslands í rafíþróttum).

Sunday Oct 10, 2021
287 Amazon Echo fyrir börn og framtíð rafíþrótta
Sunday Oct 10, 2021
Sunday Oct 10, 2021
Krónan er kominn með nýjan tæknifídus í appið sitt: Skannað og skundað. Svarmi ætlar að nýta sér Strætó til að hlaða dróna til að taka fullt af myndefni og fleira sniðugt. Sonos Beam hljóðstöngin fékk smá uppfærslu og styður núna Dolby Atmos (eiginlega). Amazon kynnti slatta af nýjum vélbúnaði og þá meðal annars Echo hátalara fyrir börn og Mikka Mús stand fyrir Echo Show. Bose QuietComfort 45 fá góða dóma og halda sínum þægindatitli. Apple Watch virðist geta spottað hjartsláttartruflanir samkvæmt nýlegri rannsókn, en gerir það eitthvað fyrir okkur?
Við fengum góðan gest í þáttinn hann Ólaf Hrafn Steinarsson sem er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands (https://www.rafithrottir.is) og við fáum að fræðast um stöðu rafíþrótta á Íslandi. Einn ræðum við nýjasta CS:GO kortið sem er klárlega á Íslandi 🇮🇸
Þessi þáttur er í boði Elko sem er að halda firmamót í Rocket League, CSO:GO og FIFA21 tölvuleikjunum. Setjið saman lið á ykkar vinnustað og skráið ykkur á mótið! https://www.rafithrottir.is/firmamot
Þessi þáttur er einnig í boði Bruggstofunnar & Honkítonk BBQ veitingastaðarins. Þar er hægt að fá dýrindis grillmat og ferska drykki. https://www.bruggstofan.com
Stjórnendur eru Atli Stefán (https://twitter.com/atliy) og Bjarni Ben (https://twitter.com/bjarniben).

Friday Sep 24, 2021
286 Eitt hleðslutæki fyrir alla snjallsíma
Friday Sep 24, 2021
Friday Sep 24, 2021
Gulli vinnur veðmál við Sverrir, Kristján lærir muninn á þeir og þeim. Mosi fræðir okkur um GPS kattaól og Elmar kynnir okkur fyrir vel peppaðri kynningu hjá Microsoft.
Stjórnendur eru Sverrir (https://twitter.com/sverrirp), Elmar Torfason https://twitter.com/elmarinn, Mosi (https://twitter.com/egillm) og Kristján Thors (https://twitter.com/kristjanthors).
Þátturinn er í boði Elko sem býður upp á á 30 daga verðöryggi. Ef þú kaupir vöru í ELKO og ELKO lækkar verðið innan 30 daga frá kaupum þá geturðu fengið mismuninn endurgreiddan. Sjá meira á https://elko.is/brostrygging

Thursday Sep 16, 2021
285 Kraftlaus Apple kynning
Thursday Sep 16, 2021
Thursday Sep 16, 2021
Apple hélt kynningu á þriðjudaginn og kynnti nýjar vörur:
- iPad (grunnútgáfuna)
- iPad Mini (alveg nýr!)
- Watch Series 7 (minna uppfært en fólk átti von á)
- iPhone 13 og 13 mini
- iPhone 13 Pro og 13 Pro Max
Við rennum yfir kynninguna í tímaröð með draumaliðinu.
Þessi þáttur Tæknivarpsins er í boði Elko. Elko býður upp á 30 daga skilarétt af (næstum því) öllu, engar spurningar og endurgreitt ef þú vilt 💵
Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. Gestir okkar eru Hörður Ágústsson og Pétur Jónsson.

Friday Sep 10, 2021
284 - Kaffi greitt með Bitcoin og stærsta rafíþróttamót heims á Íslandi
Friday Sep 10, 2021
Friday Sep 10, 2021
Stærsta rafíþróttamót í heimi verður haldið á Íslandi, Apple kynnir nýja síma 14. september og Microsoft kynnir nýjar Surface græjur 22. september. Ray-Ban og Facebook kynntu samstarf á meðan þátturinn var í upptöku og Sverrir ætlar að vera einn af þeim fyrstu til að kaupa Ray-Ban Stories gleraugun. Andri fjallaði um El Salvador sem viðurkenndi Bitcoin sem lögeyri.
Þátturinn er í boði Elko sem býður upp á á 30 daga skilarétt. Það má skipta um skoðun. Sjá meira á https://elko.is/skilarettur
Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson.

Thursday Sep 02, 2021
283 HBO Max til Íslands og Strætó Klapp
Thursday Sep 02, 2021
Thursday Sep 02, 2021
Strætó er komið með nýtt greiðslukerfi sem heitir Klapp, en hvernig virkar það? HBO Max kemur til Íslands von bráðar, en hvenær? Er hleðsluvandi fyrir rafbíla á Íslandi? Síminn tengdi fyrsta heimilið í gegnum kerfi Gagnaveitu Reykjavíkur eftir eins árs innleiðingu. PT Capital kaupir restina af Nova frá Björgólfi Thor og er þá orðið 100% Alaskan. Windows 11 kemur út , sem átti aldrei að koma út. Ný Bose Quiet Comfort heyrnatól: QC45 sem taka við af QC35 II. Svo rennum við yfir alla orðróma fyrir Apple kynningarnar í haust.
Þessi þáttur er í boði Haustráðstefnu Advania sem verður haldin daga 9 og 10. september. Sjá meira á http://haustradstefna.is
Stjórnendur eru Atli Stefán, Bjarni Ben, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

