Episodes

Friday Aug 27, 2021
282 Sería 7 hefst! Samanbrjótanlegir Samsung og nýir Pixel símar
Friday Aug 27, 2021
Friday Aug 27, 2021
Afsakið biðina en sería 7 er hafin og við rennum yfir tæknifréttir sumarsins! Það gerðist alveg hellingur í sumar: ný tæki frá Samsung sem er hægt brjóta saman, ný Android Wear úr, Pixel 5a, Pixel 6 og 6 pro, Sonos vinnur áfanga í lögsókn sinni gegn Google, Apple fer að skanna iCloud myndefni fyrir barnakl*mi og Atli fékk að prófa Airpods Max heyrnatólin.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Elmar Torfason.

Friday Jun 11, 2021
281 WWDC2021 samantekt
Friday Jun 11, 2021
Friday Jun 11, 2021
Apple heldur sína árlegu tækniráðstefnu í vikunni og byrjaði hana á mánudaginn með upptekinni lykilræðu þar sem starfsfólk rennur yfir það nýjasta í stýrikerfum Apple. Ráðstefnan var sneisafull af hugbúnaðaruppfærslum en ekkert bólaði á nýjum Macbook Pro tölvum sem mörg áttu von á. Einnig var lítið að frétta af öflugum tólum fyrir nýjar iPad Pro tölvur.
Stjórnendur eru Andri Valur og Atli Stefán. Við fáum til okkar góðan gest hann Sigurð Stefán Flygenring frá Macland til að fara yfir þetta með okkur.

Thursday Jun 03, 2021
280 Twitter áskrift og Windows 11 á leiðinni
Thursday Jun 03, 2021
Thursday Jun 03, 2021
Það er fullt af íslenskum nýsköpunarfréttum: Greenfo er sproti sem hjálpar fyrirtækjum að reikna umhverfisspor sitt með það markmið að ná því niður, Startup Supernova kynnir topp 9 listann sinn eftir að hafa valið úr 82 umsóknum. Ríkið hefur opnað vefinn Vegvísir.is sem gerir upplýsingar um framkvæmdir og aðgerðir á vegum samgönguráðuneytis og sveitarfélaga aðgengilengri.
Twitter býður nú upp á áskriftarmöguleika í Kanada og Ástralíu sem heitir Twitter Blue og við rennum yfir kosti hennar. Spoiler alert: enginn af okkar ætlar að kaupa hana.
Microsoft virðist vera alveg við það að kynna nýtt Windows (11) miðað við tíst frá Windows aðgangi þeirra. Takið frá 24. júní og fylgist með. https://twitter.com/Windows/status/1400125115765907458
Pixelbuds A eru komin í sölu og eru ódýrari Pixelbuds byggð á fyrri hönnun. Google tekur út þráðlausa hleðslu og snertitakka fyrir hljóðstyrk.
Stjórnendur í þætti 280 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Kristján Thors.

Saturday May 29, 2021
279: Nýtt Apple TV með betri fjarstýringu
Saturday May 29, 2021
Saturday May 29, 2021
Apple gaf nýverið út nýtt Apple TV, sem styður 4K og HDR með mikilli endurnýjunartíðni (e. /high frame rate/). Tækið kom út á sama tíma út um allan heim, og skartar nýrri fjarstýringu, sem er mun betri en forverinn.
WWDC ráðstefnan hjá Apple hefst mánudaginn 7. júní næstkomandi. Svo er íslenska hornið og sporthornið að sjálfsögðu á sínum stað.
Stjórnendur í þætti 279 eru Gunnlaugur Reynir, Andri Valur, Sverrir Björgvinsson og Bjarni Ben.

Thursday May 20, 2021
278 - Google I/O, Pixel 6 lekar og hágæða tónlist
Thursday May 20, 2021
Thursday May 20, 2021
Google hélt loksins I/O tækniráðstefnuna sína og streymdi aðalkynningu í beinni í vikunni. Þar var farið um víðan völl enda lausna- og vöruframboð Google orðið víðfemt. Þar var fjallað um framtíðina í Android, á fjarfundum og í persónuvernd á netinu. Sjá samantekt hér.
Pixel 6 lekarnir eru byrjaðir og Atli er spenntur fyrir nýrri hönnun. Á sama tíma grætur eini Pixel-notandinn í hópnum myndavélrassinn á bakinu. Tékkið á þessu.
Apple þurfti að pína sig í að kynna nýja þjónustu fyrr en áætlað útaf lekum og hefur afhjúpað taplausa tónlist í Apple music. Það þýðir að tónlistin er ekkert þjöppuð og er í bestu mögulegum gæðum. Allt um það frá Apple hér.
Nýr iMac hefur stigið út úr fjölmiðlabanni og YouTube er yfirfullt af umfjöllun. Við rennum yfir það helsta, en við höfum ekki enn fengið okkar eintak frá Macland.
Stjórnendur í þætti 278 eru Atli Stefán, Andri Valur, Elmar Torfason og Mosi

Wednesday May 12, 2021
277 - Aur segir þér hver var að hringja og Ísland leiðir í ljósleiðara
Wednesday May 12, 2021
Wednesday May 12, 2021
Þáttur 277 er fullur af íslenskum fréttum og rövli yfir Epic vs. Apple:
-
Rakning C19 appið hefur uppfært og getur nú nýtt sér nafnlausa Bluetooth smitrakningu snjallsíma, sem kemur auðvitað á besta tíma 🔚
-
Mestallt net Hringdu datt út í þrjá tíma og við íhugum að skipta um kostunaraðilar. Við kryfjum stóra netleysið algerlega hlutlaust 👼
-
Aur lumar á góðri lífslausn (“life hack”) sem unga kynslóðin hefur lengi þekkt og hann Steinar Linked-In áhrifavaldur benti okkur miðaldra á. Axel GDPR var ekki sáttur og sótti álit til Persónuverndar.
-
Ísland leiðir í nýtingu á ljósleiðara til heimila í Evrópu og rétt mer Belarus 🏇
-
Epic og Apple dómsmálið heldur áfram og ýmislegt spennandi flýtur upp á yfirborðið.
-
Playstation 5 skorturinn heldur áfram vel inn á næsta ár, sem tryggir Axeli og Bjarna enn yfirburða stöðu.
Stjórnendur í þætti 277 eru Atli Stefán, Axel Paul og Elmar Torfason. Fylgstu með okkur á Twitter.

Thursday May 06, 2021
276 Sonos fær uppreisn æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Thursday May 06, 2021
Thursday May 06, 2021
Eftir þung orð í síðasta þætti í garð Sonos mættu tveir Sonos notendur í þáttinn til að leiðrétta hlut Sonos í þeim umræðum. Tæknifréttir liðinnar viku á íslandi, fréttatilkynning Símans og Ericsson um uppbyggingu 5G, premium áskrift að vísi.is og ársskýrsla PFS. Heitar Apple umræður um dómsmál sem fyrirtækið stendur í gagnvart Epic og ESB. Skiptar skoðanir um afstöðu Apple í þessum málum.
Stjórnendur í þætti 276 eru Gunnlaugur Reynir, Andri Valur, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson.

Friday Apr 30, 2021
275 - Dauði myndlykla og Sonos Roam lentur
Friday Apr 30, 2021
Friday Apr 30, 2021
Sonos-klúbburinn á Íslandi tók gleði sína þegar Sonos Roam farhátalarinn kom í sölu hjá Elko í vikunni. Í kjölfarið ræddi Tæknivarpið hátalarafyrirkomlag Gulla í í fimmtánda sinn. Sjónvarp Símans loks aðskilið myndlykli. Tæknivarpið kveður svo myndlykil Símans sem er á leiðinni í gröfina. Samkaup er komið með app sem er fyrir allar matvöruverslanir Samkaup.
Stjórnendur eru Elmar Torfason, Gunnlaugur, Kristján Thors, Mosi.

Tuesday Apr 20, 2021
274 - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro uppfærslur
Tuesday Apr 20, 2021
Tuesday Apr 20, 2021
Apple hélt vorkynningu og kynnti nýjar vörur og þjónustu. Airtags utangáttaskífur, Apple Podcasts "áskrift", nýjan smáan iMac og iPad Pro uppfærslur.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugir Reynir.
Gestir eru Hörður Ágústsson og Pétur Jónsson.

Thursday Apr 15, 2021
273 - Apple viðburður í næstu viku og betri kort
Thursday Apr 15, 2021
Thursday Apr 15, 2021
Hopp er að stækka þjónustusvæðið sitt og nú er hægt að leigja frá þeim rafhlaupahjól í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.
Vegagerðin er farin að skila rauntímagögnum um ástand vega inn í kortagrunna hjá Google Maps og Here.
Rakning C19 appið fer að fá uppfærslu til að nýta sér Bluetooth til að átta sig betur á því hver voru í kringum smitandi aðila.
Apple hefur sent út boðskort fyrir viðburð þriðjudaginn 20. apríl klukkan 17:00 (hér)! Talið er að einhverjar nýjar tölvur verði kynntar, mögulega iMac borðtölvur og Macbook Pro fartölvur. Einnig verða iPad Pro spjaldtölvur mögulega á dagskrá ásamt Airtags staðsetningarkubbum.
Google I/O viðburðurinn hefur einnig verið settur á dagskrá og verður 18-20 maí. Sá viðburður féll niður í fyrra útaf sottlu. Í ár fáum við vonandi að sjá nýjar linsur, heyrnatól og Pixel 5a kynningu.
Stjórnendur í þætti 273 eru Andri Valur, Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Sverrir Björgvinsson

