Episodes

Friday Jan 08, 2021
262 - Sjónvarp í eldhúsið og Matís prentar mat
Friday Jan 08, 2021
Friday Jan 08, 2021
Það er fullt af íslenskum tæknifréttum á nýju ári, Twitter kaupir Ueno, Matís prentar mat og CERTÍS fær nýjan stjórnanda. Samsung opnar nýja árið með árgerð 2021 af S-línuni sem verður kynnt í næstu viku. Þetta verða þrír nýir snjallsímar: Samsung Galaxy S21, S21 Plus og S21 Ultra. Elmar heldur áfram að leggja Apple í einelti. AirPods Pro og Airpods Max vandamál, AirPods gen 3 á leiðinni á markað? Sjónvörp árið 2021. Hvað eru dimming zones? Svo kaupir Elmar dót.
Stjórnendur í þætti 262 eru Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben og Elmar Torfason.

Tuesday Dec 22, 2020
261 - Tæknijólagjafir ársins, Cyberpunk 2077 hent út og Solarwinds hakkið
Tuesday Dec 22, 2020
Tuesday Dec 22, 2020
Það er búið að kynna fullt af nýjum símum. Sími með myndavél undir skjá, fyrsti síminn með Snapdragon 888 örgjörva með innbyggðu 5G, og Oneplus sími með litabreytanlegu baki sem enginn þarf. Solarwinds var hakkað, en hvað þýðir það eiginlega? Lekar um Apple bíl eru komnir af stað aftur eftir að þeir lognuðust af og það virðist vera bíll á leiðinni á árinu 2024.
Við rennum svo yfir okkar uppáhalds tæknijólagjafir þetta árið. Spoiler: það eru Apple vörur á listanum.
Stjórnendur í þætti 261 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

Monday Dec 21, 2020
260 - Tölvuleikjajól með Bibba Skálmöld
Monday Dec 21, 2020
Monday Dec 21, 2020
Covid19-jól eru handan við hornið og við ætlum að kafa í tölvuleikina. Við fáum til okkar góðan gest, hann Snæbjörn Ragnarsson (einnig kallaður Bibbi), þungarokkara og hlaðvarpsstjórnanda. Við ræðum stærstu leiki ársins og klúður ársins: Cyberpunk 2077. Við færum okkur svo í framtíðina og ræðum mest spennandi leikina sem eru væntanilegir á næsta ári.
Stjórnendur eru Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Dec 10, 2020
259 – Hvað tefur sölu á nýju Apple tölvum?
Thursday Dec 10, 2020
Thursday Dec 10, 2020
Meðal þess sem rætt er í þætti vikunnar er óvænt útspil Apple sem kynnti ný heyrnartól yfir eyrun sem kallast AirPods Max. Óhætt er að segja að meðlimir Tæknivarpsins eru misjafnlega spenntir fyrir þeim en sammála um að hönnunin er falleg. Eða kannski ekki.
Þá veltu umsjónarmenn þáttarins því fyrir sér hvernig á því stendur að nýju Macbook Air og Pro tölvurnar með M1 örgjörvanum eru enn ekki komnar í sölu á Íslandi. Allavega ekki opinberlega. Gulli ætlar að vaka fram eftir og spila Cyberpunk 2077 leikinn sem verður gefinn út kl. 00:01 þann 10. desember 2020.Af ýmsu öðru sem var rætt má nefna að HBO Max er væntanlegt til Íslands á næsta ári, Elko seldi fleiri PS5 tölvur en þau áttu á lager og nýir lekar sterka vísbendingu um útlitið á Samsung S21, S21 Plus og S21 Ultra og reikna má með að símarnir komi jafnvel fyrr á markað en helstu spekúlantar gerðu ráð fyrir.
Umsjónarmenn þessa vikuna eru: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Dec 03, 2020
258 - Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Thursday Dec 03, 2020
Thursday Dec 03, 2020
Í þætti vikunnar ræða Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur um allt og ekkert í tæknimálum. Það sem rætt er í þættinum er meðal annars lesbrettið frá Storytel sem við höfum verið með í prufu, vinsælustu íslensku hlaðvörpin, kaup Salesforce á Slack, LG sjónvarpsblæti meðlima Tæknivarpsins og alvarlegur veikleiki í eldri útgáfu af iOS sem var sagt var frá nýlega í fréttum. Og jú dregnar voru til baka fullyrðingar úr síðasta þætti Tæknivarpsins um að ekki kæmu fleiri PS5 vélar til landsins á árinu. Það reyndist rangt því von er á fleiri vélum til landsins á næstu dögum.
Umsjónarmenn í þetta skiptið eru sem fyrr segir: Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur.

Wednesday Nov 25, 2020
257 - Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Wednesday Nov 25, 2020
Wednesday Nov 25, 2020
Í þætti vikunnar fara Axel og Bjarni yfir fyrstu reynslu sína af PS5. Allt um nýju Dualsense fjarstýringuna, fjármögnun með bland braski, fjarspilun með PS5 remote play og nýja og gamla leiki. Ef þú náðir náðir ekki að forpanta eintak ertu í vondum málum, því við fengum staðfest frá Óla Jóels hjá Senu að það koma sennilega ekki fleiri eintök af PS5 á þessu ári, þrátt fyrir loforð Sony um fleiri vélar. Í öðrum fréttum förum við yfir Svartan föstudag (eða svarta viku eins og Íslendingar hafa tileinkað sér) og að Google Photos hættir með frítt pláss á myndum. Atla tókst að sjálfsögðu að grafa upp nokkra Apple leka sem hann fer yfir í Applehorninu.
Umsjónarmenn þáttarins eru: Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Kristján Thors.

Wednesday Nov 18, 2020
256 - Ótrúlega hraðar Mac tölvur og endurkoma 737 Max
Wednesday Nov 18, 2020
Wednesday Nov 18, 2020
Atli fjallar um iPhone 12 mini og Watch SE með LTE-sambandi sem hann hefur verið að prófa. Síminn er með talsvert lakari rafhlöðuendingu en hinir símarnir sem voru að koma út og munu ekki henta kröfuhörðum. Apple Watch SE með LTE er nokkuð góður díll þannig séð þar sem það sem þú færð ekki hefur ekki það mikil áhrif á upplifun.
Axel undirbýr sig fyrir jólin, því þau koma snemma í ár þar sem Playstation 5 afhendist í vikunni. Nokkrir í hópnum náðu að forpanta og ætla að sökkva sér í spilun um helgina.
Boeing 737 Max flugvélarnar hafa fengið grænt ljós frá bandarískum yfirvöldum (FAA) eftir 20 mánaða kyrrsetningu. Mynduð þið fljúga með 737 max strax og C19 hjaðnar?
Instagram hefur uppfært viðmót sitt og það eru flestir að hata það. Reels er komið í miðjuna neðst og plús takkinn færður upp. Það er greinilega verið að leggja áherslu á Reels, sem er svar Instagram við Tik tok.
Twitter uppfærði sig líka og býður nú upp á Fleets sem eru sjálfeyðandi tíst með 24 tíma niðurtalningu, sem mörg kalla “Twitter Stories”.
Forstjórar Facebook og Twitter voru kallaðir á teppið til öldungadeildarþings Bandaríkjanna eftir hegðun þeirra gagnvart stjórnmálafólk á miðlum sínum á kosningatímum.
Parler samfélagsmiðillinn hefur allt í einu náð velgengni eftir að hafa fengið rólega byrjun frá 2018 og nú streyma inn íhaldssamir til að flýja “ritskoðun” Facebook og Twitter.
Big Sur Mac OS uppfærslan er komin út og við ætlum ekki að uppfæra. Einhverjir orðrómar eru um að eldri Macbook tölvur stoppi í miðri uppfærslu en það virðist mögulega vera skortur á þolinmæði. Þetta er stór útlitsuppfærsla og ekki allar góðar. Forritatáknin eru til dæmis forljót.
Ótrúlega margar umfjallanir skullu á YouTube í vikunni þegar fjölmiðlabanni Apple á nýjum Mac tölvum var aflétt. Dómar eru nær einróma: þetta eru fáranlega góðar tölvur. Hraðar og með langa rafhlöðuendingu. Macbook Air með M1 örgjörva nær svipuðum afköstum og Macbook Pro 16 með Intel örgjörva (sem er tvöfalt dýrari tölva). Macbook fer létt með 4K myndbandsklippingar og getur loksins spilað tölvuleiki almennilega.
Magsafe Duo hleðslubretti er að detta í sölu og þarf 27w hleðslukubb til að ná fullum afköstum við hleðslu. Heildarverðið á Magsafe Duo með hleðslukubb er því 180 USD eða um 36 þúsund krónur á Íslandi áætlað. Það er alltof mikið.
Apple mun bjóða fyrirtækjum sem þéna minna en 1 milljón USD í App store lægri umboðslaun frá 1. janúar næstkomandi, eða 15% í stað 30%. Góðar fréttir fyrir litla aðila en ekki svo góðar fyrir Epic.
Stjórnendur í þætti 256 eru Atli Stefán, Axel Paul og Kristján Thors.

Wednesday Nov 11, 2020
255 - Apple skiptir um örgjörva
Wednesday Nov 11, 2020
Wednesday Nov 11, 2020
Storytel hefur gefið út sitt eigið lesbretti og kostar það 18.990 krónur stykkið. Bretti er háð áskrift frá Storytel og getur bara nýtt sér bækur þaðan. Það er einungis 200 grömm og er með baklýstan skjá með rafbleki.
Apple breytti heiminum á þriðjudaginn og kynnti nýjar Mac-tölvur með ARM örgjörvum. Það þýðir meira afl, minni hiti, lengri rafhlöðuending og miklu betri skjástýring. Apple byrjar á ódýrari tölvunum: Macbook Air, Macbook Pro 13 tveggja porta og Mac Mini. Tölvurnar eru allar væntanlegar á þessu ári og eru strax komnar í sölu í Bandaríkjunum. Allar tölvurnar viðhalda að langmestu leiti fyrri hönnun og allar fá þær “M1” örgjörvann.
M1 örgjörvinn er byggður á ARM hönnun og er með 8 kjarna örgjörva, 7-8 kjarna skjástýringu, 16 kjarna fyrir vélanám og samnýtt vinnsluminni.
Macbook Air fær aðeins uppfærðan skjá og nýja FN-takka (Mic mute, Spotlight og Do Not Disturb). Hún er 3,5x hraðari en fyrri Air tölvan og endist í 18 klukkutíma í stað 12. Hún er viftulaus, hljóðlát og fær betri hljóðnema.
Macbook Pro 13 fær betri hljóðnema, bætta vefmyndavél og heldur sinni stöku viftu. Með viftunni getur hún keyrt M1 aðeins hraðar og er hún 2,8 sinnum hraðari enn fyrri Pro 13. tölvan. Hleðslan endist í 20 tíma sem er það lengsta á fartölvu frá Apple.
Mac mini er eina tölvan sem verður áfram í boði með Intel örgjörva, og er einnig eina tölvan sem missir eitthvað. Intel tölvan býður upp á meira minni og möguleikan á 10 gígabita netkorti. Mac mini með M1 örgjörva býður mest upp á 16GB en er mun hraðari og býður upp á betri skjástýringu.
Stjórnendur í þætti 255 eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Nov 05, 2020
254 - Apple Watch fær LTE og fullt af nekt
Thursday Nov 05, 2020
Thursday Nov 05, 2020
Apple Watch snjallúrið fær loksins farsímasamband á Íslandi í nóvember og ríður Nova fyrst á vaðið. Nova fór af stað með látum og bjó til augýsingu fyrir úrið þar sem allir fara úr fötunum. Hin stóru fjarskiptafélögin segjast vera að vinna að LTE-stuðningi.
Sýn kynnti nýtt uppgjör og fer inn á mögulega sölu óvirkra innviða. Nova er einnig í viðræðum um sölu á innviðum. Sýn er tvístígandi í 5G útaf mögulegu banni á notkun búnaðar frá Huawei, sem er áhugavert því bæði Nova og Sýn eru að setja upp 5G búnað.
Spotify er að uppfæra Apple Watch appið sitt og getur nú loksins streymt tónlist í úrið. Sem er eina hlutverk Spotify.
Pixel 5 síminn kemur til Íslands í dag hjá Emobi og kostar 135 þúsund krónur. Líklega er von á Pixel 5 hjá Símanum, sem Elmar kallar segir vera heimili Pixel fram að þessu. Það eru þó margar staðfestar sögur af vandamálum með skjáinn á Pixel 5. Skjárinn á símanum virðist í einhverjum tilvikum fara um 1 mm frá skelinni og mynda smá bil sem er fullkomið fyrir ryk. Google segist hafa skoðað málið og telur þetta vera eðlilegt. Er það samt?
Atli er búinn að vera prófa iPhone 12 Pro og fer yfir fyrstu viðbrögð.
Apple hefur sent út boðskort fyrir netviðburð þann 10. nóvember þar sem nýjar tölvur með ARM örgjörvum verða alveg örugglega kynntar.
Stjórnendur í þætti 254 eru Andri Valur, Atli Stefán og Elmar Torfason.

Thursday Oct 29, 2020
253 - AMD svarar NVidia og Airpods lekar
Thursday Oct 29, 2020
Thursday Oct 29, 2020
Póst- og fjarskiptastofnun framkvæmdi neytendakönnun á íslenskum fjarskiptamarkaði og gaf út niðurstöðurnar í vikunni. Hægt er að lesa allar 164 blaðsíðurnar hér https://www.pfs.is/library/Skrar/Neytendur/Neytendakonnun_PFS_a_fjarskiptamarkadi_okt2020.pdf. Við rennum snögglega yfir niðurstöður sem eru mjög viðamiklar. Tæknivarpið fór í útvarpsviðtal og var skemmtilega sakað um að vera falin auglýsing í Facebook grúppunni Markaðsnördar 🤓 AMD svarar NVidia fullum hálsi með nýjum skjákortum sem gefa nýju RTX línunni ekkert eftir: RX6000 línunni. Cyberpunk 2077 hefur verið seinkað, aftur, og kemur út 10. desember. Önnur kynslóð Motorola Razr samanbrjótanlega símans er komin út, og virðist ekki vera heilla neinn nema Bjarna Ben.
Airpods lekar eru byrjaðir og koma frá Mark Gurman hjá Bloomberg sem er talinn vera nokkuð traustverðugur. Samkvæmt Gurman koma ný Airpods á næsta ári. Við eigum von á þriðju kynslóð af Airpods og annarri kynslóð af Airpods Pro. Airpods eiga að fá styttri stilk eins og núverandi Airpods Pro. Airpods Pro eiga að láta stilkinn hverfa. Ein af helstu áherslum Apple í þróun Airpods er lengri rafhlöðuending.
Gleðilegan iPhone-dag! iPhone 12 og 12 Pro eru lentir 🛬
Stjórnendur í þætti 253 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

