Episodes

Friday Oct 23, 2020
252 - Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Friday Oct 23, 2020
Friday Oct 23, 2020
Í þætti vikunnar förum við yfir verðleysi á iPhone í forpöntunum á Íslandi (sem var að detta inn), nýju snjallhátalarana frá Google og Amazon sem eru að fá fanta dóma. Einnig er fjallað um umfjöllun um umfjöllun á iPhone 12, 12 Pro, Pixel 5 og 4a 5G og við syrgjum dauða Quibi og Google Play Music.
Umsjónarmenn þáttarins eru Axel Paul, Gunnlaugur Reynir og Kristján Thors.

Wednesday Oct 14, 2020
251 - Fjórir nýir iPhone símar og endurkoma MagSafe
Wednesday Oct 14, 2020
Wednesday Oct 14, 2020
Apple hélt viðburð á þriðjudaginn og kynnti því miður ekki 120 riða skjá. Apple kynnti hinsvegar fjóra nýja iPhone síma, lítin snjallhátalara og endurkomu Magsafe hleðslutækja.
Homepod mini var kynntur fyrst og er nýr lítill snjallhátalari sem kostar 99USD og á að geta fyllt herbergi þrátt fyrir smæð. Apple bætir líka við nýjum streymiveitum í flóru Homepod, en því miður er Spotify ekki ein þeirra. Ef þú setur tvo Homepod mini í sama herbergi, munu þeir sjálfkrafa bjóða upp á víðóma hljóð. Sniðug græja, en mjög lítil og keppir við helmingi ódýrari snjallhátalara.
Símarnir fjórir eru iPhone 12, iPhone 12 mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Það vakti athygli að símarnir hækka aðeins í verði og gera má ráð fyrir smá verðhækkun frá iPhone 11 upp í iPhone 12. Allir símarnir nýta sömu skjátækni sem Apple kallar Super Retina XDR sem er byggð á OLED grunni. Ytri hönnun símanna er áþekk og er talin minna á iPhone 5 og iPad Pro, sem eru með beina kanta. Allir símarnir fá 5G farsímasamband, sem er mun hraðara og snarpara en 4G. 5G uppbygging á Íslandi hefur nú þegar hafist hjá fjarskiptafélögunum og verður byggt upp á næstu árum. Apple hefur þróað nýja tegund af höggheldu gleri með fyrirtækinu Corning sem á að virka fjórum sinnum betur en áður. iPhone 12 símarnir koma í fimm litum: svörtum, hvítum, rauðum, grænum og mjög flottum bláum. iPhone 12 Pro símarnir koma í fjórum litum: silfur, gull, svörtum og kyrrahafsbláuum.
Myndavélarnar fá allar mismunandi uppfærslur. iPhone 12 símarnir ná að taka inn 27% meiri birtu á aðallinsunni og iPhone 12 Pro Max nær 86% meiri birtu. iPhone 12 Pro símarnir eru einstaklega góðir í að taka upp myndbönd og styðja nú Dolby Vision. Magsafe er seglatækni á baki símanna sem getur auðveldlega tengst nýjum aukabúnaði eins og snertilausri hleðslum, veski og hulstrum. Apple stígur erfitt skref og hefur ákveðið að hætta að láta hleðslukubba og heyrnatól fylgja með hverjum seldum síma. Apple segist vera vernda umhverfið en er það eina ástæðan fyrir þessu?
Í þætti 251 eru stjórnendur Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. Gestir okkar eru Hörður Ágústsson og Pétur Jónsson.

Wednesday Oct 07, 2020
250 - Playstation 5 mjög svöl og "Hi, Speed" viðburður hjá Apple
Wednesday Oct 07, 2020
Wednesday Oct 07, 2020
Í 250. þætti Tæknivarpsins er farið um víðan völl. Við fjöllum um hrinu netsvindla á Íslandi sem lögreglan varar við, nýjar Surface vélar frá Microsoft, Google rabrandið úr G-Suite í Workspace, nýjungar í Slack spjallkerfinu, innyflin í PS5 þar sem leynist risa kæliplata og vifta á við þotuhreyfil og svo allt sem verður og gæti verið á Apple viðburðinum 13. október (iPhone, iPhone, iPhone, iPhone!).
Stjórnendur þáttarins eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Mosi.

Thursday Oct 01, 2020
249 - Amazon öryggisdróni og nýir Google Pixel símar
Thursday Oct 01, 2020
Thursday Oct 01, 2020
Tæknihaustið er byrjað og fyrirtækin geta ekki hætt að kynna ný tæki og þjónustu. Amazon hélt stutta 30 mínútna vélbúnaðarkynningu en náði samt einhvern meginn að kynna 22 tæki. Amazon er með fullt af nýjum kúlulaga Echo snjallhátölurum og öryggisdróna sem vaktar heimilið þitt (og gæti gert gæludýrin þín geðveik). Google kynnti tvo nýja Pixel síma, nýtt Chromecast með fjarstýringu og Google TV sem keyrir á Android TV (já þú last rétt) og Google Nest audio snjallhátalara sem tekur við Google Home lyktareyðinum. Samsung er líka komið með aðeins ódýrari Galaxy S20 síma með flötum skjá sem er kallaður “Fan Edition” og Atli gæti ekki verið glaðari.
Stjórnendur í þætti 249 eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir. Þeir voru því miður ekki í kínversku skjölunum sem láku.

Wednesday Sep 23, 2020
248 - Leikjatölvur, Facebook hótar Evrópu og foreldralaust
Wednesday Sep 23, 2020
Wednesday Sep 23, 2020
Þáttur vikunnar er tímamótaþáttur! Það er foreldralaust partý þar sem hvorki Gulli né Atli eru á staðnum. Fyrri helmingur þáttarins inniheldur allt um nýju Pixel 5 og OnePlus 8T lekana, Facebook hótanir um að fara frá Evrópu, Tesla Battery Day og okkar uppáhalds nýjungar í iOS 14. og WatchOS 7. Í seinni helmingi þáttarins förum við yfir allar helstu fréttirnar um PS5 og Xbox One S Series X 1080. Forpantanafíaskó, nýja leiki og nýjasta Bland ævintýri Axels.
Umsjónarmenn þáttar 248 eru Axel Paul, Bjarni Ben og Kristján Thors.

Thursday Sep 17, 2020
247 - Comeback fyrir skrítna síma og engir nýir iPhone
Thursday Sep 17, 2020
Thursday Sep 17, 2020
LG ætlar að búa til tveggja skjáa síma þar sem annar skjárinn snýst og kynningin sló óvart í gegn. Nvidia er að kaupa ARM og við erum ekki alveg vissir hvað það þýðir. Apple hélt stutta kynningu og kynnti allt nema nýja iPhone síma. Sony afhjúpaði verðin á Playstation 5 og sendir geisladiskum puttann.
Stjórnendur í þætti 247 eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Sep 10, 2020
Tæknivarpið - Apple viðburður og Doom á óléttustöng
Thursday Sep 10, 2020
Thursday Sep 10, 2020
Apple hefur sett viðburð á dagskrá og Tæknivarpið fer yfir ALLA lekana um nýjar græjur. Við tölum ekki bara um Apple (við reyndum en það er fullt af tæknifréttum). Android 11 hefur verið kynnt og við rennum yfir helstu nýjungar. Það er búið að setja Doom upp á stafrænni óléttustöng. Microsoft kom öllum á óvart og kynnti nýja Xbox tölvu sem kemur í sölu á sama tíma og Xbox One Series X. Svo er fullt af spennandi símum á leiðinni: nýr Poco sími, LG Wind sími með "flip skjá" og Razr 2. Við rennum líka hratt yfir tilkynningar af IFA ráðstefnunni.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Sep 03, 2020
Tæknivarpið S06E01 - Epic pönkast í risum
Thursday Sep 03, 2020
Thursday Sep 03, 2020
Velkomin í sjöttu þáttaröð Tæknivarpsins!
Það er búið að vera fullt af tæknifréttum í sumar. Vodafone og Nova héldu kynningu á því sem 5G getur gert í svokölluðum 5G trukki frá Huawei þar sem við fengum að fikta í framtíðargræjum. Epic er að rugga bátnum í sölulíkani app-verslana og vill helst ekki borga nein umboðslaun. Samsung dældi út nýjum símum: Note20 og Z Fold 2 samanbrjótanlega símanum, sem er á leið til landsins og mun brjóta banka. Nvidia hélt eldhúspartý í vikunni og kynnti sjóðheit skjáskort sem okkur langar í.
Það eru breytingar í vændum og við biðjum hlustendur um að taka þátt í hlustendakönnun okkar (sem þið finnið á twitter.com/taeknivarpid).
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gulli.

Tuesday Aug 18, 2020
Tæknivarpið - Smart solutions
Tuesday Aug 18, 2020
Tuesday Aug 18, 2020
Atli Stefán tekur viðtal við Smart Solutions

