Episodes

Thursday Sep 10, 2020
Tæknivarpið - Apple viðburður og Doom á óléttustöng
Thursday Sep 10, 2020
Thursday Sep 10, 2020
Apple hefur sett viðburð á dagskrá og Tæknivarpið fer yfir ALLA lekana um nýjar græjur. Við tölum ekki bara um Apple (við reyndum en það er fullt af tæknifréttum). Android 11 hefur verið kynnt og við rennum yfir helstu nýjungar. Það er búið að setja Doom upp á stafrænni óléttustöng. Microsoft kom öllum á óvart og kynnti nýja Xbox tölvu sem kemur í sölu á sama tíma og Xbox One Series X. Svo er fullt af spennandi símum á leiðinni: nýr Poco sími, LG Wind sími með "flip skjá" og Razr 2. Við rennum líka hratt yfir tilkynningar af IFA ráðstefnunni.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Sep 03, 2020
Tæknivarpið S06E01 - Epic pönkast í risum
Thursday Sep 03, 2020
Thursday Sep 03, 2020
Velkomin í sjöttu þáttaröð Tæknivarpsins!
Það er búið að vera fullt af tæknifréttum í sumar. Vodafone og Nova héldu kynningu á því sem 5G getur gert í svokölluðum 5G trukki frá Huawei þar sem við fengum að fikta í framtíðargræjum. Epic er að rugga bátnum í sölulíkani app-verslana og vill helst ekki borga nein umboðslaun. Samsung dældi út nýjum símum: Note20 og Z Fold 2 samanbrjótanlega símanum, sem er á leið til landsins og mun brjóta banka. Nvidia hélt eldhúspartý í vikunni og kynnti sjóðheit skjáskort sem okkur langar í.
Það eru breytingar í vændum og við biðjum hlustendur um að taka þátt í hlustendakönnun okkar (sem þið finnið á twitter.com/taeknivarpid).
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gulli.

Tuesday Aug 18, 2020
Tæknivarpið - Smart solutions
Tuesday Aug 18, 2020
Tuesday Aug 18, 2020
Atli Stefán tekur viðtal við Smart Solutions