Episodes

Monday May 15, 2023
Staða bókarinnar með Margréti Tryggvadóttur
Monday May 15, 2023
Monday May 15, 2023
Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, mætti í Tæknivarpið og ræddi stöðu bókarinnar í breyttu landslagi.
Umsjónarmenn þáttarins eru Atli Stefán Yngvason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.

Friday May 05, 2023
Guðfaðir gervigreindar hættir í fússi og hlutafjáraukning Ljósleiðarans
Friday May 05, 2023
Friday May 05, 2023
Gunnlaugur, Atli Stefán og Mosi ræða fréttir vikunnar:
- Hlutafjáraukning Ljósleiðarans
- Blackberry leikin kvikmynd
- Guðfaðir gervigreindar hættir hjá Google í fússi
Þessi þáttur er í boði TechSupport sem lánar okkur upptökustað 💜

Friday Apr 28, 2023
Apple Reality, WWDC og NAS pælingar
Friday Apr 28, 2023
Friday Apr 28, 2023
Atli Stefán Yngvason og Sverrir Björgvinsson komu saman og ræddu Apple Reality höfuðtólið sem verður líklega kynnt í sumar, helstu orðróma varðandi WWDC ráðstefnu Apple sem verður 5.-9. júní.

Wednesday Apr 12, 2023
Páskavarp Tæknivarpsins
Wednesday Apr 12, 2023
Wednesday Apr 12, 2023
Flugur.is hjálpuðu okkur að gera þennan þátt að veruleika.
Svikapóstar sem eru ekki frá ríkislögreglustjóra, endurhlaðanlegar rafhlöður, páskaegg og ný OnePlus spjaldtölva eru meðal umræðu dagsins. Einnig segja þáttastjórnendur frá því hvaða áskriftir þeir eru með þessa dagana með að streymisveitum.
Umsjónarmenn þáttarins eru Andri Valur, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir Sverrisson.

Monday Apr 03, 2023
Hopp og Hopon á leigubílamarkað
Monday Apr 03, 2023
Monday Apr 03, 2023
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banki.
Ný löggjöf um leigubílaþjónustu tók gildi fyrsta apríl. Hopp stofnaði leigubílaþjónustu, og nýtt fyrirtæki, Hopon ætlar líka að vera með til að Uber-væða íslenskt samfélag
Svo er snert á því hvaða matvörubúð á Íslandi sé best og hvers vegna.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Egill Moran Friðriksson (Mosi) og Elmar Torfason.

Thursday Mar 23, 2023
ChatGPT talar íslensku, útrunnin rafræn skilríki og TikTok bann
Thursday Mar 23, 2023
Thursday Mar 23, 2023
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banka.
Við förum yfir fréttir síðustu þriggja vikna útaf sottlu.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Sverrisson (leikari).

Saturday Mar 18, 2023
Playstation VR2 og tölvuleikjaspilun fyrir miðaldra
Saturday Mar 18, 2023
Saturday Mar 18, 2023
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banka.
Við fáum til okkar góðan gest, hann Daníel Rósinkranz, og ræðum Playstation VR2 sýndarveruleikahjálminn og tölvuleikjaspilun fyrir miðaldra.
Stjórendur eru Atli Stefán og Kristján Thors.

Thursday Mar 09, 2023
Starlink-netið óstöðugt og Musk rekur (ekki?) mann ársins
Thursday Mar 09, 2023
Thursday Mar 09, 2023
Þessi þáttur er í boði indó, ekki banka.
Starlink hefur verið prófað af netnördum Íslands og Sensa í rigningu, roki og logni. Sensa tók sitt próf saman í grein. Elon Musk, smaragðarnámuerfingi, rak eða rak ekki mann ársins í fyrra: Harald Þorleifsson. Svokölluð Schrödinger-uppsögn. Við rekjum upp einn áhugaverðasta Twitter-storm ársins í þættinum. MWC snjalltækja-ráðstefnan var haldin í febrúar og við fjöllum ný spennandi tæki sem voru sýnd þar. Microsoft er að opna á Game Pass fyrir XBox og Windows-tölvur. iOS 16,4 er á leiðinni og er með djúsí fídusa. Twitter setur tveggja þátta auðkenningu bakvið gjaldvegg, en það er víst bara SMS-leiðin ekki öppin.
Stjórnendur eru Andri Valur og Atli Stefán.

Wednesday Mar 01, 2023
indó app-þróun og framtíðin
Wednesday Mar 01, 2023
Wednesday Mar 01, 2023
Við fengum góðan gest í þátt vikunnar frá indó: Þór Adam Rúnarsson forritara hjá indó, "ekki bankanum". indó er nýr sparisjóður á Íslandi sem býður upp á veltukort með debit-korti + Apple Pay + Google Pay.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Andri Valur.

Monday Feb 27, 2023
Nýtt frá Sonos lekur (aftur) og Starlink opnar á Ísland
Monday Feb 27, 2023
Monday Feb 27, 2023
Starlink opnar á Íslandi, íslenskir netþrjótar ryðja sér til rúms, Sonos hátalarar leka (aftur), Meta býður upp á áskriftir til að tryggja öryggi persónulegs auðkennis og Bing gervigreindin Sydney er dóni.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.