Episodes

Thursday Feb 09, 2023
Google Bard, Samsung Unpacked og 4000 slög á Twitter
Thursday Feb 09, 2023
Thursday Feb 09, 2023
UTmessan nýafstaðin, Origo stofnar menntunarsjóð fyrir starfsfólk, BagDrop.is tekur töskurnar fyrir þig upp á flugvöll, Samsung kynnir nýja síma og tölvur, Google Bard gervigreindin kynnt, Twitter vinnur 4000 slagna tístum og Nintendo Switch verður þriðja mest selda leikjatölvan.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir

Friday Feb 03, 2023
Bálkakeðjutölvuleikir, Gametíví og Formúla 1 með Kristjáni Einari
Friday Feb 03, 2023
Friday Feb 03, 2023

Thursday Jan 26, 2023
Ómönnuð sjóför, Netflix vangaveltur og greiðsluhættir í Kenía
Thursday Jan 26, 2023
Thursday Jan 26, 2023
Íslenska fyrirtækið Hefring smíðar tæknilausnir fyrir ómönnuð sjóför. Microsoft bilun hafði áhrif á hundruðir milljóna notenda. Discord er væntanlegt á PlayStation. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar. Stjórnendur þáttarins eru Andri Valur, Bjarni Ben og Sverrir Björgvinsson.

Sunday Jan 22, 2023
Er Apple verri kaup fyrir borgina?
Sunday Jan 22, 2023
Sunday Jan 22, 2023
Indó komið í Apple pay, Borgarfulltrú Flokks Fólksins ósáttur við kaup á rándýrum apple tölvum og alskonar nýjar Apple græjur. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar.
Stjórnendur: Bjarni Ben, Elmar Torfason, Gunnlaugur Reynir

Wednesday Jan 11, 2023
CES2023: Þvagskynjari, bílar sem breyta um lit og Sony bíll
Wednesday Jan 11, 2023
Wednesday Jan 11, 2023
Mun gervigreind þvinga íslenska skóla til að endurskoða námshögun? Apple gæti mögulega gefið út sýndaveruleikagræju í ár, eða hvað? CES hátíðin er nýafstaðin og við gerðum upp nýtt og spennandi þaðan.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

Sunday Jan 08, 2023
Þáttur ársins og Tækniverðlaun 2022
Sunday Jan 08, 2023
Sunday Jan 08, 2023
Við erum komnir úr jólafríi! Tæknivarpið fjölmennti og fór yfir árið 2022 í tækni.
Stjórnendur: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar Torfa, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors, Vöggur Mar og Sverrir Björgvins.

Saturday Dec 17, 2022
Fleiri App Store verslanir á iOS og græjujólin 2022
Saturday Dec 17, 2022
Saturday Dec 17, 2022
Tæknivarpið fer ofan í saumana á máli Nova sem úthlutaði óvart símanúmeri sem var í notkun til til annars viðskiptavinar. Einnig er farið yfir helstu mál síðustu vikna, Spotify wrapped, Domino's wrapped, Xiaomi 13 símann og möguleikann á fleiri App Store verslunum í iOS heimi.
Síðast en ekki síst, þá ræða stjórnendur þáttarins bestu jólagjafir ársins í heimi tækninnar.
Stjórnendur eru Atli Stefán Yngvason, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson.

Wednesday Nov 30, 2022
Rafræn skilríki og eSim, sterkara Gorilla Glass og niðurgreiðslur rafbíla
Wednesday Nov 30, 2022
Wednesday Nov 30, 2022
Ríkið ætlar að fjarlægja fjöldakvóta fyrir niðurgreiðslur rafbíla á næsta ári, en minnka aðeins niðurgreiðsluna. Samsung ætlar að kynna S23 í febrúar. Twitter lak út 5,4 milljón aðgöngum ásamt símanúmerum. Corning er að búa til nýtt högghelt gler fyrir snjallsíma sem þolir 1 metra fall á steypu. Eufy lendir í alvarlegum öryggisgalla, sem var tilkynntur og gerði ekkert. Við förum svo í gegnum spurningar af Twitter og ræðum eSim og rafræn skilríki.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir

Saturday Nov 19, 2022
Inniskórnir hans Steve Jobs seldust fyrir 27 milljónir
Saturday Nov 19, 2022
Saturday Nov 19, 2022
Nýjustu fregnir af Twitter sem er auðvitað alelda, en við getum ekki hætt að fylgjast með. Rafeyriskauphöllinn FTX sprakk eftir áhlaup og talið er að 10 milljarðar USD hafi gufað upp. Atli byrjaði að prófa Arc-vafrann en fór svo að gera eitthvað annað af viti. Atli prófar Bose Quiet Comfort Earbuds II sem eru víst best í virkri hljóðeinangrun samkvæmt óháðum aðila.
Þessi þáttur er í boði Origo sem er halda opinn fyrirlestur um gagnaöryggi miðvkudaginn 30.nóv. Frítt inn: https://www.origo.is/vidburdir/gagnaoryggi
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir

Friday Nov 11, 2022
Sýndarveruleiki með Hilmari Gunnarssyni frá Arkio
Friday Nov 11, 2022
Friday Nov 11, 2022
Þessi þáttur á sér varla stoð í raunveruleikanum og við ferðumst um sýndarheima með Hilmari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Arkio. Arkio vakti athygli á heimsvísu á kynningu Meta um daginn, þar sem var farið yfir framtíðarsýn Metu í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio er sköpunartól fyrir arkitekta og getur hannað alls konar rými og landslag. Arkio virkar bæði í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio og Meta eru í þróunarsamstarfi og sýndi Hilmar okkur nýja Quest Pro höfuðtólið. Hilmar er líka fyrsti maðurinn sem við höfum hitt sem fallbeygir Meta.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Vöggur Guðmundsson.