Episodes

Saturday Nov 05, 2022
Ísland slugsar í netöryggi
Saturday Nov 05, 2022
Saturday Nov 05, 2022
Nýsköpunarráðherra Íslands boðar aðgerðir í netöryggismálum landsins. Ný fjölmiðlalög eru á leiðinni til að skerpa á því efni sem nær augum barna á streymiveitum. VanMoof kynnir tvö ný rafhjól sem styðja Find My og bætta þjófavörn. Sega ætlar að búa til tvær mini-leikjatölvur: Genesis mini 2 og Astro Mini City V (sem lítur út eins og leikjakassi) með retro-tölvuleikjum. Netflix er búið að afhjúpa verð á áskrift með auglýsingum en ekki fyrir Íslendinga. Samsung Odyssey Ark fær hræðilega dóma og er mjög dýr. Musk er búinn að reka hálft Twitter og auglýsendur virðast vera flýja.
Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum.
Stjórnendur eru Atli Stefán og Elmar Torfason.

Saturday Oct 29, 2022
Elon Musk kaupir Twitter og vangaveltur um nýja iPad
Saturday Oct 29, 2022
Saturday Oct 29, 2022
Kaupin á Twitter gengu í gegn í vikunni og fyrsta verk Elon Musk var að reka nokkra stjórnendur. En hvers vegna var hann að kaupa Twitter?
Gulli er handviss um að 10 kynslóð af iPad sé grunntýpan. Við ræddum til hvers fólk kaupir iPad og hvaða týpu þú átt að velja.
Þátturinn er í boði KFC sem selur B.O.S.S. Bacon máltíð.
Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben, Gunnlaugur Reynir, Kristján Thors og Valtýr Bjarki.

Thursday Oct 20, 2022
Nýjar spjaldtölvur frá Apple og þráðlaus símtöl
Thursday Oct 20, 2022
Thursday Oct 20, 2022
Apple kynnti nýjan iPad (10), uppfærða iPad Pro (M2) og uppfært AppleTV (USB-C fjarstýring!!) með látlausri fréttatilkynningu og myndböndum. Miðeind samhæfir raddgreiningartólin sín við snjallheimilið þannig nú getur Embla slökkt ljósin. Síminn Sjónvarp býður nú upp á prófíla og vefviðmót. Gulli heldur því einnig fram að myndgæðum hafi farið fram, en það er enn óstaðfest. Vegagerðin opnaði nýjan færðarvef, en Gulli vill bara hringja í þau. Nova sendi okkur tæknimann (Aron Heiðar Steinsson) eftir vandræðalegt spjall okkar um Voice of Wifi eða þráðlaus símtöl, sem fræddi okkur um VoLTE, VoWiFi og 5G.
Þessi þáttur er í KFC sem er að selja BOSS BACON sem er kjúklingaborgari með svínasíðusneiðum.
Þessi þáttur er einnig í boði Origo, sem er að halda opinn fyrirlestur um netöryggi í skýjalausnum þann 26. október. Skráið ykkur inn á https://www.origo.is/vidburdir/netoryggi-vidburdarod-origo2
Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir

Thursday Oct 13, 2022
iPhone 14 Plus umfjallanir og nýjar vörur frá Microsoft
Thursday Oct 13, 2022
Thursday Oct 13, 2022
Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Síminn mætti hafa enska boltann í stórum heildarpakka. iPhone 14 Plus umfjallanir eru komnar út. Microsoft var með ágætis viðburð og margt fleira.
Umsjónarmenn þáttarins er Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björgvinsson og Elmar Torfason.
Þessi þáttur er í boði Macland og KFC. Macland.is selur Apple tæki og KFC er með B.O.S.S. BACON máltíð .

Sunday Oct 09, 2022
Google leggur Stadia á hilluna og gott Tempo hjá Origo
Sunday Oct 09, 2022
Sunday Oct 09, 2022
Farið er yfir tæknifréttir vikunnar; sala Origo á Tempo, nýr forstjóri Sýnar og USB-C reglur Evrópusambandsins. Elmar búinn að panta nýjan Pixel síma sem Google kynnti í vikunni og Sverrir segir frá bestu leiðinni fyrir gagnamagn í Bandaríkjunum.
Þessi þáttur er í boði Macland og KFC. Macland.is selur Apple tæki og KFC er með B.O.S.S. BACON máltíð .
Stjórnendur eru Andri Valur, Elmar Torfason og Sverrir Björgvinsson

Thursday Sep 29, 2022
Kindle með penna, Höddi Mac kveður og Pixel lekar
Thursday Sep 29, 2022
Thursday Sep 29, 2022
Google er að fara halda viðburð í október og það er eiginlega allt búið að leka. Pixel símarnir fá S-uppfærslu og nýja liti. Nýr netbeinir mögulega á leiðinni. Úrið sem var kynnt í sumar verður kynnt aftur. Gulli vill fá eitthvað bitastætt (left field) en það eru allar líkur á öðru. Amazon hélt sýna Kindle/Echo/Eero kynningu og það kom flóð af tækjum. Þar má helst nefna dagljósalampann Halo Rise (tenging við sjónvarpsþáttinn?) og Kindle Scribe sem er lesbók með e-Ink skjá sem styður penna (Remarkable). DallE er nú opið öllum og sumir segja að vondu róbotarnir munu stela vinnu af fólki. Logitech bjó til vélrænt lyklaborð fyrir Mac sem er mjög retro. Atli fékk loksins Airpods 3 heyrnatólin sín í hendurnar, sem voru 5-6 vikur úti í íslensku sumari og þau VIRKA.
Þessi þáttur er í boði Macland.is sem selur Apple tæki og KFC sem selur BOSS BACON sem Elmar elskar.
Stjórnendur eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

Friday Sep 23, 2022
Bann á Google Analytics og GTA6 myndbrotum lekið
Friday Sep 23, 2022
Friday Sep 23, 2022
Það er þéttur þáttur hjá okkur þetta skiptið. Tækniskólinn var hakkaður illa og flest allt nettengd datt í gólfið. Neytendastofa kallar eftir því að banna Google Analytics á Íslandi í kjölfarið úrskurða annarra Evrópulanda. The Verge endurhannar vefsíðu sína og það eru allir í Tæknivarpinu brjálaðir. Google Pixelbook vörulínan hefur verið fryst og ekki fleiri fartölvur í bígerð þar. The Verge dómar fyrir Apple þrennuna eru komnir út og þeir eru ekkert sérstakir. Apple kynnti ekki stærstu breytinguna á iPhone 14 á nýafstöðnum viðburði sínum: allt innvolsið hefur verið tekið í gegn og nú er mun auðveldara að gera við hann. En þetta á einungis við iPhone 14 (ekki Pro símana). Victrola gefur út plötuspilara sem getur streymt beint í Sonos-hljóðkerfi. Windows Explorer fær loksins flipa, 9 árum á eftir macOS og enn fleiri árum á eftir Ubuntu. Nvidia kynnti ný og dýr skjákort í vikunni: RTX 4090 og 4080. Logitech ætlar að koma með áhaldanlega skýjaleikjatölvu sem heitir því frábæra nafni G Cloud Gaming Handheld sem kemur í sölu þann 17. október.
Við fengum góðar spurningar af Twitter, meðal annars frá @icemandave2 og @kariarnar sem við svöruðum í þættinum.
Þessi þáttur er í boði Macland.is sem er að dæla út nýjum Apple þrennum, KFC sem býður upp á BOSS BACON máltíð og Origo sem býður upp á fyrirlestur í netöryggi þann 28. september næstkomandi sem er opinn öllum. Sjá fyrirlestur hér: https://www.facebook.com/events/840082753827663

Tuesday Sep 13, 2022
Mintum rafkrónur í betaprófun, VoWiFi hjá Nova og bestu sjónvarpskaupin
Tuesday Sep 13, 2022
Tuesday Sep 13, 2022
Börkur Jónsson, einn af stofnendum Rafmyntasjóðs Íslands og http://mintum.is, mætti í heimsókn og sagði frá nýjung á sviði rafmynta á Íslandi. Í fréttum vikunnar var farið yfir nýjungar frá Sonos, símtöl yfir þráðlaust net hjá Nova og að lokum var spurningum hlustenda svarað.
Þátturinn er í boði Macland sem kemur með iPhone 14 og iPhone 14 Pro í forsölu 16. september.
Þátturinn er einnig í boði KFC sem býður upp á B.O.S.S. Bacon máltið á aðeins 0,00072 Bitcoin eða 2.099 rafkrónur (ISKT).
Stjórnendur eru Andri Valur, Bjarni Ben og Marinó Fannar.

Saturday Sep 10, 2022
Apple Watch Ultra, iPhone 14 plus og ný Airpods Pro
Saturday Sep 10, 2022
Saturday Sep 10, 2022
Apple hélt kynningu á miðvikudaginn, eins og svo oft áður á þessu tíma árs, og kynnti nýjasta nýtt í Apple þrennunni: iPhone, Watch og Airpods.
Þessi þáttur er í boði Macland, sem selur einmitt þessa svakalegu þrennu.
Stjórnendur eru Andri Valur, Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir.

Sunday Sep 04, 2022
iPhone vinsælli en Android í Bandaríkjunum
Sunday Sep 04, 2022
Sunday Sep 04, 2022
iPhone er markaðsleiðandi í Bandaríkjunum. Gulli prófaði Skannað og Skundað. Twitter leyfir ritskoðun á tístum gegn gjaldi. Svo eru fastir liðir eins og venjulega.
Þessi þáttur er í boði Macland.
Stjórnendur eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Elmar Torfason, Marinó Fannar Pálsson og Sverrir Björgvinsson.