Episodes

Friday Feb 19, 2021
266 - Sjónvarp Símans loksins á Apple TV
Friday Feb 19, 2021
Friday Feb 19, 2021
Tæknivarpið komið aftur hefðbundinn fréttaþátt, Síminn hefur loksins staðið við gamalt loforð og gefið út app á Apple TV. Elmar hélt áfram að leggja stærsta fyrirtæki í heiminum í einelti og Daníel sagði okkur frá því sem hefur heillað hann undanfarið. Stjórnendur í þætti 266 eru Gunnlaugur Reynir og Elmar Torfason, gestur þáttarins var Daníel Ingólfsson

Thursday Feb 11, 2021
265 - Tæknispá Hjálmars Gíslasonar
Thursday Feb 11, 2021
Thursday Feb 11, 2021
Tæknivarpið fær frumkvöðulinn Hjálmar Gíslason frá GRID í heimsókn til að ræða framtíðina. Hjálmar gaf út nýlega árlega tæknispá á Kjarninn.is fréttamiðlinum (sjá hér: https://kjarninn.is/skyring/2021-01-04-taeknispa-2021-thrir-sterkir-straumar/).
Stjórnendur eru Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

Friday Feb 05, 2021
264 - Snjallvæðing heimila
Friday Feb 05, 2021
Friday Feb 05, 2021
Við fáum frábæran gest til að fara yfir snjallvæðingu heimila, hann Marinó Fannar Pálsson, stofnanda Facebook hópsins Snjallheimili.
Stjórnendur eru Gunnlaugur Reynir og Elmar Torfason.

Wednesday Jan 20, 2021
263 - Þáttur ársins
Wednesday Jan 20, 2021
Wednesday Jan 20, 2021
Þáttur ársins 🎇
Nú er loksins komið að því. Þáttur ársins er mættur, aðeins seinna en vanalega útaf sottlu. Þar fer næstum allur hópurinn bakvið Tæknivarpið (og Simon.is) yfir það sem var mest spennandi í nýju tækni og tækjum á árinu sem var að líða.
Flokkarnir eru eftirfarandi:
- Græja ársins
- Sími ársins
- Kaup ársins
- Leikur ársins
- Farleikur ársins
- App/forrit ársins
- Kvikmynd ársins
- Sjónvarp ársins
- Hlaðvarp ársins
- Stærsta tæknifrétt ársins
Við þökkum kærlega fyrir innsend svör hlustenda og árið sem var að líða 🙏🏻

Friday Jan 08, 2021
262 - Sjónvarp í eldhúsið og Matís prentar mat
Friday Jan 08, 2021
Friday Jan 08, 2021
Það er fullt af íslenskum tæknifréttum á nýju ári, Twitter kaupir Ueno, Matís prentar mat og CERTÍS fær nýjan stjórnanda. Samsung opnar nýja árið með árgerð 2021 af S-línuni sem verður kynnt í næstu viku. Þetta verða þrír nýir snjallsímar: Samsung Galaxy S21, S21 Plus og S21 Ultra. Elmar heldur áfram að leggja Apple í einelti. AirPods Pro og Airpods Max vandamál, AirPods gen 3 á leiðinni á markað? Sjónvörp árið 2021. Hvað eru dimming zones? Svo kaupir Elmar dót.
Stjórnendur í þætti 262 eru Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben og Elmar Torfason.

Tuesday Dec 22, 2020
261 - Tæknijólagjafir ársins, Cyberpunk 2077 hent út og Solarwinds hakkið
Tuesday Dec 22, 2020
Tuesday Dec 22, 2020
Það er búið að kynna fullt af nýjum símum. Sími með myndavél undir skjá, fyrsti síminn með Snapdragon 888 örgjörva með innbyggðu 5G, og Oneplus sími með litabreytanlegu baki sem enginn þarf. Solarwinds var hakkað, en hvað þýðir það eiginlega? Lekar um Apple bíl eru komnir af stað aftur eftir að þeir lognuðust af og það virðist vera bíll á leiðinni á árinu 2024.
Við rennum svo yfir okkar uppáhalds tæknijólagjafir þetta árið. Spoiler: það eru Apple vörur á listanum.
Stjórnendur í þætti 261 eru Atli Stefán, Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

Monday Dec 21, 2020
260 - Tölvuleikjajól með Bibba Skálmöld
Monday Dec 21, 2020
Monday Dec 21, 2020
Covid19-jól eru handan við hornið og við ætlum að kafa í tölvuleikina. Við fáum til okkar góðan gest, hann Snæbjörn Ragnarsson (einnig kallaður Bibbi), þungarokkara og hlaðvarpsstjórnanda. Við ræðum stærstu leiki ársins og klúður ársins: Cyberpunk 2077. Við færum okkur svo í framtíðina og ræðum mest spennandi leikina sem eru væntanilegir á næsta ári.
Stjórnendur eru Bjarni Ben og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Dec 10, 2020
259 – Hvað tefur sölu á nýju Apple tölvum?
Thursday Dec 10, 2020
Thursday Dec 10, 2020
Meðal þess sem rætt er í þætti vikunnar er óvænt útspil Apple sem kynnti ný heyrnartól yfir eyrun sem kallast AirPods Max. Óhætt er að segja að meðlimir Tæknivarpsins eru misjafnlega spenntir fyrir þeim en sammála um að hönnunin er falleg. Eða kannski ekki.
Þá veltu umsjónarmenn þáttarins því fyrir sér hvernig á því stendur að nýju Macbook Air og Pro tölvurnar með M1 örgjörvanum eru enn ekki komnar í sölu á Íslandi. Allavega ekki opinberlega. Gulli ætlar að vaka fram eftir og spila Cyberpunk 2077 leikinn sem verður gefinn út kl. 00:01 þann 10. desember 2020.Af ýmsu öðru sem var rætt má nefna að HBO Max er væntanlegt til Íslands á næsta ári, Elko seldi fleiri PS5 tölvur en þau áttu á lager og nýir lekar sterka vísbendingu um útlitið á Samsung S21, S21 Plus og S21 Ultra og reikna má með að símarnir komi jafnvel fyrr á markað en helstu spekúlantar gerðu ráð fyrir.
Umsjónarmenn þessa vikuna eru: Andri Valur, Atli Stefán, Elmar og Gunnlaugur Reynir.

Thursday Dec 03, 2020
258 - Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Thursday Dec 03, 2020
Thursday Dec 03, 2020
Í þætti vikunnar ræða Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur um allt og ekkert í tæknimálum. Það sem rætt er í þættinum er meðal annars lesbrettið frá Storytel sem við höfum verið með í prufu, vinsælustu íslensku hlaðvörpin, kaup Salesforce á Slack, LG sjónvarpsblæti meðlima Tæknivarpsins og alvarlegur veikleiki í eldri útgáfu af iOS sem var sagt var frá nýlega í fréttum. Og jú dregnar voru til baka fullyrðingar úr síðasta þætti Tæknivarpsins um að ekki kæmu fleiri PS5 vélar til landsins á árinu. Það reyndist rangt því von er á fleiri vélum til landsins á næstu dögum.
Umsjónarmenn í þetta skiptið eru sem fyrr segir: Andri Valur, Elmar og Gunnlaugur.

Wednesday Nov 25, 2020
257 - Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Wednesday Nov 25, 2020
Wednesday Nov 25, 2020
Í þætti vikunnar fara Axel og Bjarni yfir fyrstu reynslu sína af PS5. Allt um nýju Dualsense fjarstýringuna, fjármögnun með bland braski, fjarspilun með PS5 remote play og nýja og gamla leiki. Ef þú náðir náðir ekki að forpanta eintak ertu í vondum málum, því við fengum staðfest frá Óla Jóels hjá Senu að það koma sennilega ekki fleiri eintök af PS5 á þessu ári, þrátt fyrir loforð Sony um fleiri vélar. Í öðrum fréttum förum við yfir Svartan föstudag (eða svarta viku eins og Íslendingar hafa tileinkað sér) og að Google Photos hættir með frítt pláss á myndum. Atla tókst að sjálfsögðu að grafa upp nokkra Apple leka sem hann fer yfir í Applehorninu.
Umsjónarmenn þáttarins eru: Atli Stefán, Axel Paul, Bjarni Ben og Kristján Thors.